Kæru skíðakappar.
Vegna fjölda áskorana stefnir Ferðafélag Fljóta að hinu vinsæla Fljótamóti, eftir þriggja ára hlé. Mótið verður haldið föstudaginn langa, 7. apríl nk. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.
Netskráning er nú tilbúin, með sama hætti og áður, skráning hér að ofan.
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær – árin fyrir Covid var uppselt. Skráning fer aðeins fram rafrænt á heimasíðu mótsins og lýkur 4. apríl.
Mótsgjöld
- Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.000 kr.
- 5-10 km fullorðnir 4.500 kr.
- 20 km fullorðnir 5.500 kr.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happdrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.
Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði
Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:00 – 12:00