Fljótamót 2024

Kæru skíðakappar.

Eftir fjögurra ára hlé flytjum við þau gleðitíðindi að Fljótamót verður haldið föstudaginn langa, 29 mars nk.  Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna. Hlökkum til að sjá ykkur.

Netskráning er nú tilbúin, með sama hætti og áður, skráning hér að ofan.

Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.

Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær.  Skráning fer aðeins fram rafrænt á heimasíðu mótsins og lýkur  26. mars.

Mótsgjöld

  • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.500 kr.
  • 5-10 km fullorðnir 5.000 kr.
  • 20 km fullorðnir 6.000 kr.

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happdrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:00 – 12:00

Myndlýsing ekki til staðar.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, standing, náttúra og skiing

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur, arctic og skiing

 

 

Fljótamóti aflýst vegna snjóleysis

Kæru skíðakappar

Það er með tárum og sorg í hjarta að við upplýsum hér með að við þurfum að aflýsa mótinu. Eins og allt leit vel út síðustu helgi þá eru veðurguðirnir ekki með okkur núna. Snjóinn hefur tekið svakalega hratt upp síðustu daga og allt of há hitastig í kortunum.
Í dag höfum við kannað ítarlega möguleg brautarstæði og þykir okkur ljóst að mótið getur ekki farið fram vegna aðstæðna og þeirra krafna sem við gerum við framkvæmd þess.
Allir skráðir þátttakendur munu fá endurgreitt. Það tekur nokkra daga að fara í gegnum kerfin en við munum passa upp á að fylgja því eftir.

Fljótamót 2023

Kæru skíðakappar.

Vegna fjölda áskorana stefnir Ferðafélag Fljóta að hinu vinsæla Fljótamóti, eftir þriggja ára hlé. Mótið verður haldið föstudaginn langa, 7. apríl nk. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.

Netskráning er nú tilbúin, með sama hætti og áður, skráning hér að ofan.

Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.

Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær – árin fyrir Covid var uppselt.  Skráning fer aðeins fram rafrænt á heimasíðu mótsins og lýkur  4. apríl.

Mótsgjöld

  • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.000 kr.
  • 5-10 km fullorðnir 4.500 kr.
  • 20 km fullorðnir 5.500 kr.

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happdrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:00 – 12:00

Fljótamót 2023

Kæra skíðagöngufólk. Eftir nokkura ára hlé stefnum við á að halda Fljótamótið föstudaginn langa, 7. apríl nk. Nánara fyrirkomulag og skráning auglýst fljótlega á þessari síðu

Hlökkum til að sjá ykkur.

Myndlýsing ekki til staðar.Myndlýsing ekki til staðar.Gæti verið mynd af 13 manns

Fljótamót aflýst 2022!

Kæru skíðakappar
Því miður neyðumst við til að aflýsa Fljótmótinu 2022. Eins og kunnugt er þá hefur verið viðvarandi snjóleysi í Fljótunum og víðar á Norðurlandi í vetur. Í dag höfum við kannað ítarlega möguleg brautarstæði og þykir okkur ljóst að mótið getur ekki farið fram vegna aðstæðna og þeirra krafna sem við gerum við framkvæmd þess.
Skráðir þátttakendur munu fá endurgreitt innan tíðar.
Takk fyrir stuðninginn.
Sjáumst að ári liðnu.
Gæti verið mynd af snjór og náttúra

Fljótamót 2022

Ferðafélag Fljóta stefnir að hinu vinsæla Fljótamóti eftir tveggja ára hlé vegna Covid. Mótið verður haldið föstudaginn langa,15. apríl 2022. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.

Netskráning er nú tilbúin, með sama hætti og áður, skráning hér að ofan.

Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.

Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær – árin fyrir Covid var uppselt.  Lokað verður fyrir skráningu 12. apríl.

Mótsgjöld

  • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.000 kr
  • 5-10 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 6.000 kr
  • 20 km fullorðnir 5.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 7.000 kr

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30

Fljótamót 2022

Ferðafélag Fljóta stefnir að hinu vinsæla Fljótamóti eftir tveggja ára hlé vegna Covid. Mótið verður haldið föstudaginn langa,15. apríl 2022. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.

Verið er að undirbúa netskráningu, með sama hætti og áður, á www.fljotin.is og vonandi verður hún til innan fárra daga. Það verður tilkynnt um leið og skráningin er klár.

Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.

Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær – árin fyrir Covid var uppselt.  Lokað verður fyrir skráningu 12. apríl.

  • Mótsgjöld:
  • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.000 kr
  • 5-10 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 6.000 kr
  • 20 km fullorðnir 5.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 7.000 kr

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30

Fljótamóti aflýst vegna samkomubanns

Vegna samkomubanns og tilmæla yfirvalda vegna COVID 19 þá verður Fljótamótinu aflýst.  Allir sem hafa skráð sig fá endurgreitt.  Það gæti tekið smá tíma svo við biðjum keppendur að sýna þolinmæði.  Þökkum stuðninginn.

Fljótamót 2020

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, föstudaginn langa, 10. apríl 2020. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna

Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.

Hámarksfjöldi keppenda er 150 – Fyrstur kemur fyrstur fær – síðustu tvö ár var uppselt.  Lokað verður fyrir skráningu 7. apríl.

  • Mótsgjöld:
  • Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 1.500 kr
  • 5-10 km fullorðnir 3.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 5.000 kr
  • 20 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 6.000 kr

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.

Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði

Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30