Fljótamóti aflýst vegna snjóleysis

Kæru skíðakappar

Það er með tárum og sorg í hjarta að við upplýsum hér með að við þurfum að aflýsa mótinu. Eins og allt leit vel út síðustu helgi þá eru veðurguðirnir ekki með okkur núna. Snjóinn hefur tekið svakalega hratt upp síðustu daga og allt of há hitastig í kortunum.
Í dag höfum við kannað ítarlega möguleg brautarstæði og þykir okkur ljóst að mótið getur ekki farið fram vegna aðstæðna og þeirra krafna sem við gerum við framkvæmd þess.
Allir skráðir þátttakendur munu fá endurgreitt. Það tekur nokkra daga að fara í gegnum kerfin en við munum passa upp á að fylgja því eftir.