Ferðafélag Fljóta stefnir að hinu vinsæla Fljótamóti eftir tveggja ára hlé vegna Covid. Mótið verður haldið föstudaginn langa,15. apríl 2022. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna.
Verið er að undirbúa netskráningu, með sama hætti og áður, á www.fljotin.is og vonandi verður hún til innan fárra daga. Það verður tilkynnt um leið og skráningin er klár.
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
Hámarksfjöldi keppenda er 140 – Fyrstur kemur fyrstur fær – árin fyrir Covid var uppselt. Lokað verður fyrir skráningu 12. apríl.
- Mótsgjöld:
- Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 2.000 kr
- 5-10 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 6.000 kr
- 20 km fullorðnir 5.000 kr ef skráð er fyrir 1. apríl annars 7.000 kr
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.
Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði
Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30