Vegna lokunar hjá Dalpay liggur greiðslusíðan okkar niðri tímabundið. Erum að vinna í samningum við aðra aðila og vonumst til að geta opnað aftur í næstu viku. Biðjumst velvirðingar á þessum óviðráðanlegum vandræðum.
Fljótamót 2020
Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, föstudaginn langa, 10. apríl 2020. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
Hámarksfjöldi keppenda er 150 – Fyrstur kemur fyrstur fær – síðustu tvö ár var uppselt. Lokað verður fyrir skráningu 7. apríl.
- Mótsgjöld:
- Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 1.500 kr
- 5-10 km fullorðnir 3.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 5.000 kr
- 20 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 27. mars annars 6.000 kr
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og happadrætti að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Yngri keppendur fá páskaegg og verðlaunapening. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.
Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði
Afhending rásnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30
Það er uppselt á mótið
Það er uppselt á mótið. Við þökkum frábærar móttökur og aukinn áhuga ár frá ári.
Fljótamót 2019
Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, föstudaginn langa, 19. apríl 2019. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga, og fullorðinna
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
- Mótsgjöld:
- Börn 16 ára og yngri allar vegalengdir 1.500 kr
- 5-10 km fullorðnir 3.000 kr ef skráð er fyrir 5. apríl annars 5.000 kr
- 20 km fullorðnir 4.000 kr ef skráð er fyrir 5. apríl annars 6.000 kr
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Einnig fer fram veglegt happadrætti að verðlaunaafhendingu lokinni, þar sem dregið verður úr rásnúmerum keppenda. Yngri keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.
Mótið hefst kl 13:00 við Brúnastaði.
Afhending keppnisnúmera fer fram við Ketilás frá 11:30 – 12:30.
Rafræn skráning lokar á miðnætti 18. apríl. Hægt verður að skrá sig á Ketilási frá kl 10 – 11 að morgni keppnisdags en athugið að það gæti verið uppselt – hámarksfjöldi er 140.
Fljótamót 2018
Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, Föstudaginn langa þann 30. mars 2018. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Skorað er á alla fjölskylduna unga sem aldna að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar.
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
Mótsgjald er 3.000 ISK fyrir 16 ára og eldri en 1500 ISK fyrir börn ef greitt er fyrir 16. mars. Þáttökugjald hækkar í 4000 ISK fyrir fullorðna og 2000 ISK fyrir börn tveimur vikum fyrir mót, eða frá og með 16. mars.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Einnig fer fram veglegt happadrætti að verðlaunaafhendingu lokinni, þar sem dregið verður úr rásnúmerum keppenda. Yngri keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.